MORGUNFRÚ

EINSTÖK PLANTA SEM HREINSAR OG HEILAR 

M O R G U N F R Ú

Morgunfrú er íslenska heitið yfir lækningarjurtina Calendula officinalis en hún er betur þekkt sem Mary Gold á ensku. Þessi einstaka planta hefur verið notuð í aldaraðir til þess að vinna gegn bólgum, bakteríum og ýmiskonar sýkingum. Hreinsandi eiginleikar morgunfrúarinnar hafa komið henni á kortin innan húðheilsu- og snyrtivarabransa heimsins og er hún nú vinsæl í andlitsolíur og krem af ýmsum toga.

Í Morgunfrúnni er bæði C-VÍTAMÍN og E-VÍTAMÍN. 

C-vítamínið ver og byggir upp KOLLAGEN en það er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans og heldur húðinni sterkri og frísklegri.  Vegna c-vítamínsins er morgunfrú algeng í húðvörur sem sporna gegn öldrun húðar. 

E-vítamínið hefur róandi og mýkjandi áhrif á húðina og er talið einstaklega gott fyrir fólk með viðkvæma húð. 

Morgunfrúin er alveg hreint dásamleg planta sem nærir, hreinsar og heilar.

100% LÍFRÆNAR VÖRUR

IMG_20200803_215019.jpg
17865035651074264.jpg
IMG_20201105_161226 (1).jpg
IMG_20200622_215014_edited.jpg
IMG_20200803_215408.jpg

U P P S K E R A   2 0 2 0

Olían sem er hér til sölu var búin til í haust úr uppskeru sumarsins 2020, sem var mikil og góð. 

2020 - árið sem fá plön gengu upp en tengingin við kjarnann og náttúruna varð sterkari. Fræjunum var sáð í falleg beð ásamt litlum kristöllum í birkiskógi undir jöklum. Blómálfar byggðu sé ból rétt hjá morgunfrúnum og allskyns litlar náttúruverur sungu og fögnuðu með í hvert sinn sem ný morgunfrú blómstraði. 

Þessi blómaræktun var unnin í gleði, flæði og kærLEIK og það sama gildir yfir vörusköpunina sem henni fylgdi.

Ég fyllist ólýsanlegu þakklæti og tilhlökkun yfir því að geta nú deilt með þér töfrum morgunfrúarinnar. 

Hrafnhildur Jóakimsdóttir

UPPSKERA 2021 ER Í BÍGERÐ OG VERÐUR KLÁR Í NÓVEMBER

Screen Shot 2020-11-05 at 21.32.30.png

MORGUNFRÚ

100% lífræn andlits og líkamsolía 

Olían er frábær fyrir og eftir útiveru, svefn og sund eða hvenær sem er ef húðinni langar að ljóma!

Sannkölluð næringarbomba og gleðigjafi fyrir húðina!

30ml 
3900kr
IMG_20201105_161334.jpg

BAÐSALT

SLAKAR, HREINSAR OG HEILAR

Slakandi og heilandi baðsalt með blómum og nú líka  lífrænu lavender.

Epsom saltið í krukkunum eru náttúrulegir magnesíum kristallar. Þeir hafa slakandi áhrif á vöðvana og mýkja húðina. 

Blómin eru heimaræktuð og hafa hreinsandi og heilandi eiginleika.  Þetta er eðal blanda sem kemur í vönduðum glerkrukkum með viðarloki. Hægt er að panta með flotkerti sem gera bað upplifunina guðdómlega.

                                

 

1 krukka (400ml) 3900kr

2 krukkur 6000 kr

3stk flotkerti  900kr

IMG_20201105_161334_edited.jpg

P A N T A  V Ö R U

 

ATH! ENGAR VÖRUR FÁANLEGAR Í AUGNABLIKINU!

UPPSKERA 2021 ER Í BÍGERÐ OG VERÐUR KLÁR Í NÓVEMEBER! 

Hér getur þú pantað þær vörur sem þú hefur áhuga á.  Vinsamlegast sendu mér einnig heimilisfang fyrir fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.  Greiðslu upplýsingar færðu sendar þegar pöntun hefur verið staðfest.

Einnig er hægt að panta með því að senda mér skilaboð á Instagram!

  • Black Instagram Icon

Hjartans þakkir! 

hjoakims@gmail.com  |  S: 770-2121